Kaffi Loki

Íslenskur heimilismatur í sérflokki

Kaffi Loki er rótgróið fjölskyldufyrirtæki á besta stað í hjarta Reykjavíkur. Við erum efst á Skólavörðuholtinu, ská á móti Hallgrímskirkju og Listasafni Einar Jónssonar.

Hjá okkur færð þú ekta heimagerðan íslenskan mat sem er eldaður á staðnum með bestu mögulegu hráefnum. Við bjóðum góða þjónustu, góð verð og vinalegt andrúmsloft.

 
_MG_5761.jpg
_MG_5774.jpg
_MG_5727.jpg

Þjóðlegur matur í Öndvegi

Er nokkuð betra en rjúkandi kjötsúpa, ferskur fiskur eða ljúffengur plokkari? Komdu við hjá okkur í hádeginu eða skelltu þér út að borða í kvöld og upplifðu ánægjulega kvöldstund í rólegu umhverfi.

Við hlökkum til að sjá þig!

1.jun 2012 015.JPG

Nóg af sætum, inni sem úti

Kaffihús Kaffi Loka er á tveimur hæðum en einnig er hægt að sitja úti sé veðrið gott. Á efri hæðinni tökum við á móti hópum stórum sem smáum. Kjörin staðsetning fyrir vinahópinn eða vinnufélagana til að hittast og njóta stundarinnar saman yfir góðum mat.

oksana 1018.JPG

Útsýnið af Kaffi Loka er með því betra í bænum

Útsýnið okkar er stórbrotið enda blasir Hallgrímskirkja við og Listasafn Einars Jónsonar er einnig handan við götunnar. Líklega fátt betra en að njóta menningarinnar í miðbænum, skola henni svo niður með rjúkandi kaffi og rjómapönnuköku.