Forsíða
dagsins

Réttur Dagsins / Today´s special

Réttur dagsins 2016 við erum með einfaldan smekkMæanudagar: Skoða...
matsedil

Matseðill  /  Menu

Drykkir Kaffi uppáhellt með áfyllingu. Skoða...
hallgrimskirkja

Hallgrímskirkja

Við erum bent á móti Hallgrímskirkju. Skoða...

myndir

18112009  18112009 2

Athafnasemin allsráðandi. Hrönn sýnir hér rúgbrauðsréttina og í baksýn má sjá glitta í forláta handstúkur eftir íslenskar listakonur.
Það var líflegt á Café Loka við Lokastíg í gær þegar boðið var upp á rúgbrauðsveislu í tilefni Athafnaviku. Meðal annars var boðið upp á framandi rétti á borð við rúgbrauðsís og rúgbrauðskex.
„Við köllum þetta Leik að rúgbrauði," segir Hrönn Vilhelmsdóttir, sem rekur Café Loka og hönnunarverslunina Textíl ásamt manni sínum, Þórólfi Antonssyni.
„Við erum með mjög gott rúgbrauð alla daga en í tilefni af Athafnavikunni ákváðum við að breyta til og gera tilraunir," segir Hrönn. Þau hafi því boðið upp á margrétta rúgbrauðsmáltíð með nýstárlegum samsetningum.
Á matseðlinum er rúgbrauð með fjórum áleggstegundum: karrísíldarsalati, tvíreyktu hangikjötstartar og piparrótarrjóma, silungi og eggjahlaupi og síðast salamiblómi. Þar að auki var boðið upp á rúgbrauðsís með þurrkuðu rúgbrauði sem líkist krókant, og svokallað rúgbrauðskex, sem í raun er þurrkað rúgbrauð og segir Hrönn það lostæti með volgri lifrarkæfu.
„Það var mjög líflegt hjá okkur í hádeginu," segir Hrönn. Fjöldi fólks hafi komið og gætt sér á rúgbrauðinu og öllum líkað vel. „Vala Matt gat ekki hamið sig yfir rúgbrauðsísnum. Henni fannst þetta svo gott," bætir Hrönn við. Líklega verði ísnum haldið á matseðlinum vegna vinsældanna. Réttirnir verða í boði fram yfir helgi.
Þá hefur Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur verið kölluð til á laugardaginn næsta til að flytja fyrirlestur um rúgbrauð og kosti þess. Þema Athafnavikunnar í gær var athafnasemi kvenna, og af því tilefni ákvað Hrönn að fá einnig nokkrar listakonur til að sýna handgerðar handstúkur og grifflur í versluninni Textíl á hæðinni fyrir neðan Café Loka.
Hrönn segir handstúkurnar hafa verið afar ólíkar. Ein listakonan hafi til dæmis gert sínar úr hreindýraleðri, önnur úr blöndu af þæfðri ull og silki og blúndum og sú þriðja úr jurtalituðu bandi.

14112009 b

Vínveitingarleyfi Café Loka var að koma í hús og erum við því byrjuð að selja nokkrar tegundir af íslenskum bjór ásamt léttvíni í litlum flöskum.  Við teljum það sjálfsagða þjónustu að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á gott kaffi, ekta heitt súkkulaði, bjór eða léttvínsglas, allt eftir því hvað hver og einn vill.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828