Heiðrún er þekkt fyrir glerlist sem hún vann að í 25 ár en síðustu ár hefur hún snúið sér að málverkinu.
á sýningunni HVER ERT ÞÚ sýnir hún litríkar og skemmtilegar fígúratívar myndir þar sem furðudýr sýna mannlega takta,
leiftrandi gleði prýðir hvern striga. Sjón er sögu ríkari.
Verið velkomin á Café Loka og Textíl á Hönnunarmars.
Hönnunardiskur á tilboði og tvær sýningar í gangi
20 ár í textíl, Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir þróunina sem átt hefur sér stað á 20 ára ferli sem textílhönnuður
Jökulsprungur, Aðalbjörg Erlendsdóttir sýnir flekagluggatjöld og heimilislínu sem hún hefur hannað (sjá www.budda.is)
Vinnustofa Hrannar á efstu hæð verður opin, allir velkomnir.