Forsíða
dagsins

Réttur Dagsins / Today´s special

Réttur dagsins 2016 við erum með einfaldan smekkMæanudagar: Skoða...
matsedil

Matseðill  /  Menu

Drykkir Kaffi uppáhellt með áfyllingu. Skoða...
hallgrimskirkja

Hallgrímskirkja

Við erum bent á móti Hallgrímskirkju. Skoða...

myndir

Svipmyndir
alt Það er gaman að virða fyrir sér umhverfið , ekki síst mannfólkið sem
verður á vegi manns.  Ímynda sér það svo við allskonar aðstæður og
skálda því nýja tilveru.
Þessi sýning er svolítið brot af því sem ég hef verið að mála að undan-
förnu,  fólk ímyndað og raunverulegt sett í þann búning sem mér hentar hverju sinni.
 Halldóra

       Vignir Þór Hallgrímsson sýnir á Café Loka í ágúst. Sýninguna kallar hann Birtustemmningar og samanstendur af olímálverkum, máluðum á striga. Verkin eru unnin árin 2012 og 2013. 

 Verkin eru fjölbreytt en sýna, á ólíkan hátt, birtuna í sinni víðustu mynd. Ljósaskiptin, þokan, nóttin, mistrið og miðnætursólin eru viðfangsefnin. Myndirnar sýna dulúðina og fanga þessa töfrandi birtu sem aðeins verður til í íslenskri náttúru.

Í myndunum sýnir Vignir hvernig náttúran getur verið ofsafengin, nánast miskunarlaus, í litasamsetningum sínum sem ögrar skilningavitunum til hins ítrasta. Á sama tíma er yfir þeim næmni og ró sem skapar hárfína stemmningu.

Allt frá dularfullu þokumistri yfir í bjarta sumarnótt tala myndirnar til innsta kjarnans. Vekja upp minningar. Notalega tilfinningu um að vera á einhvern hátt komin heim.

Vignir Þór Hallgrímsson er Dalvíkingur, fæddur 2. júlí 1955. Vignir málar langmest með olíu og vatnslitum en hann hefur verið að mála síðan 1994. Hann er húsasmiður að mennt en hefur sótt myndlistanámskeið víða. Má þar nefna Myndlistaskóla Akureyrar, Þorra Hrings, Einar Helgason og Guðmund Ármann.
Vignir hefur haldið fjölda sýninga á undanförnum árum meðal annars árið 2009 á Café Loka þar sem hann sýndi vatnslitamyndir.

Á Menningarnótt, 24. ágúst mun Vignir vera á staðnum frá kl. 14-16 og geta gestir spjallað um birtuna, málverkið eða hvaðeina.

 

heimasíða: www.vignir.net

facebook síða: www.facebook.com/vignirhallgrims alt

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828