Allt um Loka á Loka - Siggi Valur fjallar um myndverkið Loka Laufeyjarson
Siggi Valur myndlistarmaður hefur nýverið klárað 12 m2 myndverk á Kaffi Loka þar sem sögur af Loka Laufeyjarsyni lifna við. Verkið lýsir nokkrum atriðum úr norrænni goðafræði þar sem Loki birtist í ýmsum hlutverkum enda var hann ólíkindatól. Við bjóðum ykkur að ganga í bæinn og kynnast Loka og um leið hverfinu í kring því sögurnar af Loka tengjast götunum hér í nágrenninu; Freyjugata, Baldursgata, Haðarstígur, Óðinsgata, Þórsgata og Lokastígur.
Listamaðurinn verður á staðnum kl.14-16 og ræðir við gesti og gangandi
Við bjóðum uppá Menningarplatta í tilefni dagsins, Sólberjasíld á nýbökuðu rúgbrauði,
plokkfiskur á rúgbrauði, upprúlluð pönnukaka og Thule fyrir þá sem það vilja
Â
Café Loki er 6 ára 5. júlí og allir í hátíðarskapi. Vil viljum þakka ykkur öllum sem hafa heimsótt okkur og talað fallega um okkur í gegnum árin því það er orðspor viðskiptavina sem er svo þakkarvert. Við höldum áfram glöð og kát á hverjum nýjum degi með nýbakað rúgbrauðið, kjötsúpuna, pönnukökurnar og rúgbrauðsísinn.