Fréttir

17062009

Verið velkomin í Café Loka á 17. júní. Flott tilboð í gangi m.a. Þjóðhátíðarplattinn

01042009

Friðrik Ottó Ragnarsson er lærður járn - og stálskipasmiður en sýnir nú í Café Loka nokkrar náttúrustemmur málaðar með olíulitum á striga. Sjón er sögu ríkari.

24032009

Textíll og leir, listhönnun í daglegu lífi. Hrönn kynnir hljóðdempunarkerfi sem hún hefur verið að hanna fyrir Café Loka og gæti nýst í mörgum fyrirtækjum og heimilum þar sem bergmál í híbýlum manna getur verið mjög til ama. Anna Sigíður Hróðmarsdóttir, G. Hadda Bjarnadóttir og Auður Inga Ingvarsdóttir hjálpa til við að gefa kaffihúsinu notalegann blæ með listmunum sínum.

01032009

Tvær sýningar eru nú í gangi á Café Loka og verða til 15. mars

Freyja Önundardóttir sýnir VATN Í VERKI,

Dröfn Guðmundsdóttir sýnir LJÓÐ Í LJÓSI,

Á Vertarhátíð febrúar 2009 voru sýningar Freyju og Drafnar auk þess sem Johnny Stronghands blúsari spilaði á gítar og söng nokkur lög eftir sjálfan sig og þekkta blúsara utan úr heimi. Var honum ákaft fagnað

17022009

Verið hjartanlega velkomin á nýju heimasíðuna okkar. Textíll hefur haldið úti öflugri síðu með mikið af myndum, en nú bætist Café Loki við sem er ekki síður myndrænn og einnig smá sýnishorn af ljósmyndum okkar af veðurfari, birtu og Hallgrímskirkju. Einnig kynnum við þá myndlistarmenn sem halda sýningar á Kaffihúsinu eða eiga listmuni í verslun Textíls.


Njótið vel

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828