Fréttir

14112009 b

Vínveitingarleyfi Café Loka var að koma í hús og erum við því byrjuð að selja nokkrar tegundir af íslenskum bjór ásamt léttvíni í litlum flöskum.  Við teljum það sjálfsagða þjónustu að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á gott kaffi, ekta heitt súkkulaði, bjór eða léttvínsglas, allt eftir því hvað hver og einn vill.

14112009

Áferðir 1


Sýningin Áferðir 1 er hluti nýrrar seríu Brynhildar þar sem hún skoðar og þróar tilfinningu sína fyrir efnum. Líkt og listmálari leikur sér að litum leikur Brynhildur sér að textílum. Innblástur er sóttur jafnt í landslag og náttúru, sem og í myndlist og hönnun; þar sem helstu áhrifavaldar eru Hundertwasser, Charles James og Svavar Guðnason. Í verkum Brynhildar má sjá hvernig ár og vötn hlykkjast og tengjast, litirnir eru ýktir og skærir með spegilsléttri áferð. Einnig má sjá þar fjöll og hæðarlínur, sem fara inn og út úr rammanum. Brynhildur hefur kosið að setja verkin fram á tvo vegu; eins og hefðbundin listaverk strengd á blindramma og svo á gínu í formi fatnaðar. Hugsunin hvernig má nýta verkin í fatnað og fylgihluti er aldrei langt undan.

04102009

Ljóðið „Konan sem kyndir ofnin minn“ hafði mikil áhrif á mig ,þegar ég heyrði það sem barn og fann ég mjög til með þessari konu sem „vinnur verk sín hljóð“.


Með aldri og þroska hef ég öðlast aðra sýn á þessa konu og virðingu fyrir þeim sem vinna þau störf sem til falla án þess hreykja sér .


Móðir mín Rannveig Heiðrún Ágústsdóttir lést úr krabbameini fyrir sjö árum, hún hefði orðið 75 ára 1.okóber.


Mig langar að tileinka þessa sýningu henni ,systrum mínum og öllum íslenskum konum sem með dugnaði og elju,hafa saumað,heklað,prjónað,eldað,bakað,þrifið, huggað,annast,kennt , og hlúð að í gegnum tíðina.


Dagný Sif Einarsdóttir

04102009 2

12092009

Ný sýning á Café Loka

Kolbrún Hjörleifsdóttir sýnir ullarmyndir ULL ER GULL.
Kolbrún notar jurtalitaða ull frá Þingborg í verkum sínum

ásamt fjörugrjóti og þangi frá fjörunni við Vík í Mýrdal þar sem hún býr.

Kolbrún er að mestu sjálfmenntuð í sinni listsköpun. Hún lauk á sínum tíma myndlistarvali í

Kennaraháskóla Íslands og hefur sótt fjölda námskeiða tengdum myndlist og myndlistarkennslu

04072009

Sonurinn Ingvar Guðjónsson sýnir ljósmyndir og móðirin, Auður Inga Ingvarsdóttir sýnir olíumálverk.

 

 

04072009 2            04072009 3
                     Málverk eftir Auði Ingu                                                         Ljósmynd eftir Ingvar Guðjónsson

17062009

Verið velkomin í Café Loka á 17. júní. Flott tilboð í gangi m.a. Þjóðhátíðarplattinn

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828