Fréttir

Úrval úr vetrarstarfi myndlistarhóps undir leiðsögn Nönnu S. Baldursdóttur.

Sjö saman kallast sýningin þar sem María Bjarnadóttir, Ásta Reynisdóttir, Soffía Richter, Jónína Pálsdóttir, Árný Kristinsdóttir, Erla Ásmundsdóttir og Erla Hallgrímsdóttir sýna verk sín á Café Loka nú í maí.  Þær tilheyra allar hópi frístundamálara sem hittist reglulega hjá félagsstarfi Gerðubergs.

13042010

Heiðrún er þekkt fyrir glerlist sem hún vann að í 25 ár en síðustu ár hefur hún snúið sér að málverkinu.

á sýningunni HVER ERT ÞÚ sýnir hún litríkar og skemmtilegar fígúratívar myndir þar sem furðudýr sýna mannlega takta,

leiftrandi gleði prýðir hvern striga.  Sjón er sögu ríkari.

17032010

Verið velkomin á Café Loka og Textíl á Hönnunarmars.

Hönnunardiskur á tilboði og tvær sýningar í gangi

20 ár í textíl, Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir þróunina sem átt hefur sér stað á 20 ára ferli sem textílhönnuður

Jökulsprungur, Aðalbjörg Erlendsdóttir sýnir flekagluggatjöld og heimilislínu sem hún hefur hannað (sjá www.budda.is)

Vinnustofa Hrannar á efstu hæð verður opin, allir velkomnir.

17032010 2

05032010Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður sýnir yfirlit verka sinna í 20 ár á Kaffi Loka. Hún setur gömul sængurver upp sem veggmyndir í bland við nýrri, þannig að hönnuninni er fylgt eftir. Efnistök og stíll hefur þróast mikið þó sterk einkenni hönnuðar hafi komið snemma fram. Vinnustofan er einnig opin. Verið velkomin

10022010

Við blótum Þorrann á föstudögum, laugardögum og sunnudögum allann Þorrann.

Þorradiskurinn er á léttu nótunum, lítill súrmatur en ýmislegt hnossgæti sem á heima Þorradiski.

Verið velkomin

Veitingahúsarýni Jónasar, tekið af www.jonas.is
Rúgbrauðsís með rjóma
Rúgbrauðsstaðurinn Loki er efst á Lokastíg, yfir túristasjoppu, á annarri hæð andspænis Hallgrímskirkju. Fékk þar frábæran Skútustaðasilung og rifið hangikjöt ofan á rúgbrauð. Toppurinn var þó rúgbrauðsís með rjóma, minnti á gamla, danska uppskrift, Bóndadóttur með blæju. Rúgbrauðið passaði alveg við ísinn. Ég hef aldrei fengið svona áður. Þannig geta gimsteinar leynzt út um víðan völl, þótt ég hafi áratugum saman stikað milli veitingahúsa. Á Loka kostar réttur dagsins 1190 krónur, stundum brauðsúpa, stundum ýsa, stundum plokkfiskur. Alþýðlegur staður, íslenzk útgáfa af dönskum frúkost-matstað.

18112009  18112009 2

Athafnasemin allsráðandi. Hrönn sýnir hér rúgbrauðsréttina og í baksýn má sjá glitta í forláta handstúkur eftir íslenskar listakonur.
Það var líflegt á Café Loka við Lokastíg í gær þegar boðið var upp á rúgbrauðsveislu í tilefni Athafnaviku. Meðal annars var boðið upp á framandi rétti á borð við rúgbrauðsís og rúgbrauðskex.
„Við köllum þetta Leik að rúgbrauði," segir Hrönn Vilhelmsdóttir, sem rekur Café Loka og hönnunarverslunina Textíl ásamt manni sínum, Þórólfi Antonssyni.
„Við erum með mjög gott rúgbrauð alla daga en í tilefni af Athafnavikunni ákváðum við að breyta til og gera tilraunir," segir Hrönn. Þau hafi því boðið upp á margrétta rúgbrauðsmáltíð með nýstárlegum samsetningum.
Á matseðlinum er rúgbrauð með fjórum áleggstegundum: karrísíldarsalati, tvíreyktu hangikjötstartar og piparrótarrjóma, silungi og eggjahlaupi og síðast salamiblómi. Þar að auki var boðið upp á rúgbrauðsís með þurrkuðu rúgbrauði sem líkist krókant, og svokallað rúgbrauðskex, sem í raun er þurrkað rúgbrauð og segir Hrönn það lostæti með volgri lifrarkæfu.
„Það var mjög líflegt hjá okkur í hádeginu," segir Hrönn. Fjöldi fólks hafi komið og gætt sér á rúgbrauðinu og öllum líkað vel. „Vala Matt gat ekki hamið sig yfir rúgbrauðsísnum. Henni fannst þetta svo gott," bætir Hrönn við. Líklega verði ísnum haldið á matseðlinum vegna vinsældanna. Réttirnir verða í boði fram yfir helgi.
Þá hefur Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur verið kölluð til á laugardaginn næsta til að flytja fyrirlestur um rúgbrauð og kosti þess. Þema Athafnavikunnar í gær var athafnasemi kvenna, og af því tilefni ákvað Hrönn að fá einnig nokkrar listakonur til að sýna handgerðar handstúkur og grifflur í versluninni Textíl á hæðinni fyrir neðan Café Loka.
Hrönn segir handstúkurnar hafa verið afar ólíkar. Ein listakonan hafi til dæmis gert sínar úr hreindýraleðri, önnur úr blöndu af þæfðri ull og silki og blúndum og sú þriðja úr jurtalituðu bandi.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828