Fréttir

12102010

Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari sýnir nýjar myndir úr seríunni "Land í mótun". Þetta eru nærmyndir af margvíslegum mynstrum sem fyrirfinnast í náttúru Íslands.

Ljósmyndirnar eru prentaðar á striga og eru til sýnis og sölu í Café Loka á Skólavörðuholtinu gegnt Hallgrímskirkju. Kaffihúsið er opið daglega frá 10.00-18.00. Sýningin stendur út október.

RAW ICELAND er nýtt vörumerki skapað í smiðju Jóns Páls. Efniviðurinn er íslensk náttúra. Hrá og hrjóstrug á yfirborðinu en fíngerð og viðkvæm þegar betur er að gáð. Ekki ólíkt okkur sjálfum!

Á heimasíðunni www.rawiceland.com er meira úrval landslagsljósmynda í hæsta gæðaflokki.

FPK - Félag prestvígðra kvenna heiðraði Sr. Auði Eir og gaf henni að því tilefni kaffidúk með áletruninni:


„Ég kalla ykkur ekki framar þjóna, ég kalla ykkur vinkonur“

Jóh. 17:15

29092010

13072010

Myndefnið að þessari sýnignu eru sótt til Skagafjarðar, náttúran er heillandi viðfangsefni, þessar myndir sýna vorið þegar allt er að vakna upp, einnig sýna myndirnar hvernig veðrið hefur áhrifn á fjallið okkar og hvernig það breytast eftir árstímum, birtu og í misjöfnu veðrum Á sýningunni eru 8 olíumálverk sem unnin eru á þessu ári,

Úrval úr vetrarstarfi myndlistarhóps undir leiðsögn Nönnu S. Baldursdóttur.

Sjö saman kallast sýningin þar sem María Bjarnadóttir, Ásta Reynisdóttir, Soffía Richter, Jónína Pálsdóttir, Árný Kristinsdóttir, Erla Ásmundsdóttir og Erla Hallgrímsdóttir sýna verk sín á Café Loka nú í maí.  Þær tilheyra allar hópi frístundamálara sem hittist reglulega hjá félagsstarfi Gerðubergs.

13042010

Heiðrún er þekkt fyrir glerlist sem hún vann að í 25 ár en síðustu ár hefur hún snúið sér að málverkinu.

á sýningunni HVER ERT ÞÚ sýnir hún litríkar og skemmtilegar fígúratívar myndir þar sem furðudýr sýna mannlega takta,

leiftrandi gleði prýðir hvern striga.  Sjón er sögu ríkari.

17032010

Verið velkomin á Café Loka og Textíl á Hönnunarmars.

Hönnunardiskur á tilboði og tvær sýningar í gangi

20 ár í textíl, Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir þróunina sem átt hefur sér stað á 20 ára ferli sem textílhönnuður

Jökulsprungur, Aðalbjörg Erlendsdóttir sýnir flekagluggatjöld og heimilislínu sem hún hefur hannað (sjá www.budda.is)

Vinnustofa Hrannar á efstu hæð verður opin, allir velkomnir.

17032010 2

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828