Fréttir

María Loftsdóttir sýnir fallegar vatnslitamyndir í febrúar.  Fallegar vetrarmyndir með norðurljósum, íslenskt landslag sem getur verið svo fallegt.

17022011 b

Ný teblanda, Loki Laufeyjarson er okkar nýjasta nýjung.

Birki, blóðberg og fjallagrös, aðallega týnt í Arnarfirðinum er okkar blanda unnin af fyrirtækinu Urta.islandica. Nýja teið er á matseðlinum okkar en einnig er hægt að kaupa poka með 10 tepokum í og merkt okkur á Loka.

12102010

Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari sýnir nýjar myndir úr seríunni "Land í mótun". Þetta eru nærmyndir af margvíslegum mynstrum sem fyrirfinnast í náttúru Íslands.

Ljósmyndirnar eru prentaðar á striga og eru til sýnis og sölu í Café Loka á Skólavörðuholtinu gegnt Hallgrímskirkju. Kaffihúsið er opið daglega frá 10.00-18.00. Sýningin stendur út október.

RAW ICELAND er nýtt vörumerki skapað í smiðju Jóns Páls. Efniviðurinn er íslensk náttúra. Hrá og hrjóstrug á yfirborðinu en fíngerð og viðkvæm þegar betur er að gáð. Ekki ólíkt okkur sjálfum!

Á heimasíðunni www.rawiceland.com er meira úrval landslagsljósmynda í hæsta gæðaflokki.

FPK - Félag prestvígðra kvenna heiðraði Sr. Auði Eir og gaf henni að því tilefni kaffidúk með áletruninni:


„Ég kalla ykkur ekki framar þjóna, ég kalla ykkur vinkonur“

Jóh. 17:15

29092010

13072010

Myndefnið að þessari sýnignu eru sótt til Skagafjarðar, náttúran er heillandi viðfangsefni, þessar myndir sýna vorið þegar allt er að vakna upp, einnig sýna myndirnar hvernig veðrið hefur áhrifn á fjallið okkar og hvernig það breytast eftir árstímum, birtu og í misjöfnu veðrum Á sýningunni eru 8 olíumálverk sem unnin eru á þessu ári,

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828