Fréttir

19082011

GANGIÐ Í BÆINN ;)
Við verðum með opið frá 10-10 og húsið iðar af lífi og menningu
Í Textíl munu Sigríður Elfa og Aðalbjörg sýna ULLARSKART OG SILKI, þær verða á svæðinu til skrafs og ráðagerðar frá 12-16
Á Kaffi Loka verður glæsilegt tilboð á Menningarplattanum kr, 1.000.-
Friðrik Ottó Ragnarsson er myndlistarmaður ágústmánaðar- sýningin heitir Milli fjalls og fjöru. Friðrik Ottó verður á staðnum kl. 17-18
Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður og vert á Loka kynnir ný munstur fyrir Loka, sjón er sögu ríkari
Kær kveðja
Hrönn og co

02082011   02082011 2

Friðrik Ottó Ragnarsson er fæddur 28. nóvember 1953 í Reykjavík. Friðrik er lærður járn- og stálskipasmiður og hefur ásamt áralöngu starfi í faginu unnið mörg listaverk úr stáli. Árið 1998 fór hann að mála með olíu í frístundum og hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum. Friðrik  S. 892-7588 netfang

 

Neðansjávarljósmyndasýning Erlendar Bogasonar í Cafe Loka í júlí 2011.

Á sýningunni gefur að líta myndir sem Erlendur hefur tekið á undanförnum árum. Myndirnar eru teknar við Strýturnar í Eyjafirði, við Grímsey, í Þistilfirði, í Nesgjá í Öxarfirði og við Vestmannaeyjar.

Erlendur Bogason er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1963. Hann hefur nær tveggja áratuga reynslu af köfun með um 7500 kafanir að baki. Árið 1997 fann Erlendur hverastrýtuna í Eyjafirði og skútuna Standard sem liggur á pollinum rétt við Oddeyrarbryggju á Akureyri. Á þessum tíma hóf hann að taka myndir neðansjávar hvorutveggja kvik- og ljósmyndir. Árið 2004 fundust hverastrýtur við Arnarnesnafir í Eyjafirði og fékk Erlendur það í gegn að þær ásamt stóru hverastrýtunum í Eyjafirði voru friðlýstar og eru þær einu friðlýstu svæði samkvæmt lögum um náttúruvernd í hafi við Ísland.

04042011

Sýningin Leikur að landslagi á verkum mynlistakonunnar Jónu Bergdal Jakobsdóttur hefur opnað á Kaffi Loka. Innblástur í verkin fær Jóna frá göngum sínum um Íslenska náttúru, Jóna lauk námi frá Myndlistaskóla Akureyrar í fagurlistafræði vorið 2003. Hún hefur haldið tólf samsýninga og þrettán einkasýningar en þetta verður fyrsta einkasýningin sem hún heldur í Reykjavík.  Heimasíða Jónu er http://jonabergdal.net/

María Loftsdóttir sýnir fallegar vatnslitamyndir í febrúar.  Fallegar vetrarmyndir með norðurljósum, íslenskt landslag sem getur verið svo fallegt.

17022011 b

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828