Fréttir

07062012

Helga Lára Haraldsdóttir útskrifaðist 1988 frá City and Guilds of London listaskólanum og 1995 frá Chelsea College of Art and Design í London með BA gráðu í Public Art. Hún lauk meistaraprófi í Art in Architecture frá Háskólanum East London 1999. Helga hefur auk þess lokið kennsluréttindum í listum og hönnun frá Háskólanum í Greenwich, London. Helga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Englandi og sýnt á einkasýningum. Hún rak í nokkur ár listagallerý í London. Helga starfar nú að list sinni, auk þess sem hún hefur sinnt myndlistarkennslu í grunn- og framhaldsskólum.
Í myndlist sinni hefur Helga lagt áherslu á gerð skúlptúra, lágmynda og málverka.

Jórunn er fædd í Reykjavík 1944. Hún er kennari/sérkennari að mennt og starfaði við það um árabil. Síðar tók hún myndmennt sem valgrein frá KHÍ 1991. Árið 1995 fór hún til Englands til náms í listmeðferð (art therapy) við University of Hertfordshire og útskrifaðist þaðan 1997. Síðustu árin starfaði hún að mestu við listmeðferð þar til hún fór á eftirlaun.
Jórunn hefur verið í „frjálsri málun“ við Myndlistaskólann í Reykjavík nokkur undanfarin ár og fengið leiðsögn hjá m.a. Sigtryggi Bjarna Baldvinssyni, Þuríði Sigurðardóttur, Guðjóni Ketilssyni, Bjarna Sigurbjörnssyni, Björgu Þorsteinsdóttur og Sigurði Örlygssyni.

Verkin á sýningunni eru öll máluð s.l. 18 mánuði undir áhrifum frá íslenskum mosa.

Netfang – email:
Sími – telephone: 8499897

Opið á Café Loka
5. apríl Fimmtudagur / Holy Thursday             kl. 11-17
6. apríl Föstudagurinn langi / Good Friday     Closed
7. apríl Laugardagur / Saturday                        kl. 10-18
8. apríl Páskadagur / Easter Sunday              Closed
9. apríl Annar í Páskum / Easter Monday       kl. 11-17

03042012

Guðrún Helga Kristjánsdóttir málar kröftug og litrík olíumálverk þar sem náttúran suður með sjó hefur veitt henni innblástur.

02032012

Föstudaginn 2. mars kl. 17-19 verður opnuð málverkasýning á Café Loka í Reykjavík og mun standa út mánuðinn . Þar eru á ferðinni systurnar Sigurlaug og Lovísa Björk Skaftadætur sem fæddar eru og uppaldar á Akureyri. Þá mun Anna Dóra Antonsdóttir, móðursystir þeirra sem fædd er og uppalin á Dalvík, kynna nýjustu bók sína „Hafgolufólk“ sem er nýkomin úr prentun.
Sigurlaug er lærður húsamálari. Hún stundaði listnám í Fokus og Nordjyllands Kunstskole í Danmörku og hefur tekið þátt í samsýningum með Rebels of the North í Danmörku og á Spáni. Hún málar myndir með akrýl á striga og leikur sér með form og sterka liti.
Lovísa stundaði nám á listnámsbraut Iðnskóla Hafnafjarðar og hefur undanfarin ár numið við Myndlistaskóla Kópavogs og tekið þátt í samsýningum á vegum skólans. Hún málar frjálst með olíu á striga og lætur verkin leiða sig áfram.
Hafgolufók er sjötta bók Önnu Dóru. Hún er skrifuð af innsæi og einlægni um stóra viðburði í lífi venjulegs fólks norður við ysta haf; örlagasaga sem lifir með lesandanum. Bókin er gefin út af Tindi bókaútgáfu og prentuð hjá Odda.

 

Matur er fyrir öllu, þáttur um mat og mannlíf í umsjón Sigurlaugar M. Jónasdóttur var á Rás 1 12. nóv. þar sem við spjölluðum um Loka og íslensktan mat.
http://www.ruv.is/sarpurinn/nr/4613732

03112011

Myndverkin á sýningunni eru unnin í tengslum við myndskreytingu á bókinni Hrafna-Flóka eftir norsku skáldkonuna Sylvien Vatle sem kom út í Noregi haustið 2010 og á Íslandi vorið 2011.
Útgáfa bókarinnar er samvinnuverkefni á vegum sveitarfélagsins Sveio á vesturströnd Noregs, norska sendiráðsins á Íslandi, útgefenda o.fl. aðila.
Náttúran, stormurinn og sagan hafa alla tíð haft sterk mótunaráhrif á Sveinbjörgu sem naut þeirra forréttinda að vera alin upp í nánum tengslum við náttúru og sagnahefð.
Verkin á sýningunni eru til sölu og verða aðgengileg á heimasíðunni www.sveinbjorg.is.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828