Fréttir

Opið á Café Loka
5. apríl Fimmtudagur / Holy Thursday             kl. 11-17
6. apríl Föstudagurinn langi / Good Friday     Closed
7. apríl Laugardagur / Saturday                        kl. 10-18
8. apríl Páskadagur / Easter Sunday              Closed
9. apríl Annar í Páskum / Easter Monday       kl. 11-17

03042012

Guðrún Helga Kristjánsdóttir málar kröftug og litrík olíumálverk þar sem náttúran suður með sjó hefur veitt henni innblástur.

02032012

Föstudaginn 2. mars kl. 17-19 verður opnuð málverkasýning á Café Loka í Reykjavík og mun standa út mánuðinn . Þar eru á ferðinni systurnar Sigurlaug og Lovísa Björk Skaftadætur sem fæddar eru og uppaldar á Akureyri. Þá mun Anna Dóra Antonsdóttir, móðursystir þeirra sem fædd er og uppalin á Dalvík, kynna nýjustu bók sína „Hafgolufólk“ sem er nýkomin úr prentun.
Sigurlaug er lærður húsamálari. Hún stundaði listnám í Fokus og Nordjyllands Kunstskole í Danmörku og hefur tekið þátt í samsýningum með Rebels of the North í Danmörku og á Spáni. Hún málar myndir með akrýl á striga og leikur sér með form og sterka liti.
Lovísa stundaði nám á listnámsbraut Iðnskóla Hafnafjarðar og hefur undanfarin ár numið við Myndlistaskóla Kópavogs og tekið þátt í samsýningum á vegum skólans. Hún málar frjálst með olíu á striga og lætur verkin leiða sig áfram.
Hafgolufók er sjötta bók Önnu Dóru. Hún er skrifuð af innsæi og einlægni um stóra viðburði í lífi venjulegs fólks norður við ysta haf; örlagasaga sem lifir með lesandanum. Bókin er gefin út af Tindi bókaútgáfu og prentuð hjá Odda.

 

Matur er fyrir öllu, þáttur um mat og mannlíf í umsjón Sigurlaugar M. Jónasdóttur var á Rás 1 12. nóv. þar sem við spjölluðum um Loka og íslensktan mat.
http://www.ruv.is/sarpurinn/nr/4613732

03112011

Myndverkin á sýningunni eru unnin í tengslum við myndskreytingu á bókinni Hrafna-Flóka eftir norsku skáldkonuna Sylvien Vatle sem kom út í Noregi haustið 2010 og á Íslandi vorið 2011.
Útgáfa bókarinnar er samvinnuverkefni á vegum sveitarfélagsins Sveio á vesturströnd Noregs, norska sendiráðsins á Íslandi, útgefenda o.fl. aðila.
Náttúran, stormurinn og sagan hafa alla tíð haft sterk mótunaráhrif á Sveinbjörgu sem naut þeirra forréttinda að vera alin upp í nánum tengslum við náttúru og sagnahefð.
Verkin á sýningunni eru til sölu og verða aðgengileg á heimasíðunni www.sveinbjorg.is.

19102011

Ingunn Jensdóttir lífskúnstner sýnir leikandi léttar vatnslitamyndir á Loka í október 2011.
Ingunn hefur málað lengi og haldið sýningar víða en listagyðjan hefur verið henni lífsförunautur lengi og leiklist, leikstjórn ballett ofl hafa verið viðfangsefni Ingunnar í gegnum árin.
Náttúrustemmur með leikandi léttum pensilstrokum einkenna myndir Ingunnar sem eru nú til sýnis

12092011

Full borg matar veitti okkur á Café Loka hvatningarverðlaun- Takk fyrir það ;)

Umsögn dómnefndar

Bráðskemmtilegt og frumlegt rúgbrauðshlaðborð þar sem allir ættu að finna útfærslu við sitt hæfi. Café Loki er fremst í flokki veitingastaða á þjóðlegri framsetningu sem byggir á gömlum og góðum alíslenskum gildum í nýjum og ferskum búningi. Þið verðið að smakka rúgbrauðsísinn

04092011

Einn af hornsteinum matarmenningarinnar

En hrós mitt að þessu sinni fer til starfsfólksins og eigenda á Café Loka, þar höfum við veitingastað með sál sem skilar sér greinilega til viðskiptavinanna. Þarna inni var góð blanda af fjölskyldufólki, erlendum gestum af öllum þjóðernum og fínum frúm sem gæddu sér á plokkfiski, kjötsúpu, sviðasultu, flatbrauði, rúgbrauði og öðrum heimilislegum veitingum sem bornar voru fram með þjóðarstolti og metnaði. Ég hef oft heyrt talað niður til þjónustu á veitingastöðum í miðborginni, að þar séu ungir krakkar, sem kunni lítið til verka og engin fagmennska. Það er nú aldeilis ekki raunin á Café Loka þar sem starfsstúlkurnar höfðu greinilega gaman af vinnunni sinni, voru vel að sér, fumlausar og brosandi. Að mínu mati er þarna einn af hornsteinum í reykvískri matarmenningu sem aðrir veitingamenn ættu að taka sér til fyrirmyndar og hlakka ég nú þegar til að mæta á staðinn aftur og þá sérstaklega með erlenda gesti.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828