Fréttir

16082012

Café Loki iðar af lífi þessa daganna og á Menningarnótt kemur listamaður mánaðarins; Guðrún Benedikta Elíasdóttir og spjallar við gesti og gangandi um listaverkin sem prýða veggi Loka núna. http://www.textil.is/news.php?full=1&page=1
Dansarar úr Tangófélaginu (tango.is) munu dansa um Þingholtin á völdum stöðum og við á Loka munum hækka í tækjunum fyrir utan um kl. 14.30 og lokka nokkur dansandi pör til okkar.
Menningarplattinn er í boði allan daginn, allir pottar verða fullir af kjötsúpu og nýbakaðar kökur og pönnukökur í stórum stöflum. Frystarnir eru að fyllast af rúgbrauðsísnum svo það ættu allir að geta fengið eitthvað gott í gogginn.
Hlökkum til að sjá ykkur

 

31072012

Sýning Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur; Umbreyting stendur yfir í ágúst 2012.  Glæsilegar myndir málaðar með hennar eigin litum sem hún blandar með náttúruefnum.  Aska, hvítvín og allt þar á milli er hennar efniviður sem umbreytist í landslagsverk þar sem íslensk náttúra er henni hjartfólgin, búandi í miðri Evrópu s.l. 7 ár.

31072012 2

04072012 2

Heiðrún Þorgeirsdóttir myndlistarkona sýnir leikandi léttar olíumyndir og teikningar á Loka í júlí,
Gestir Loka muna margir eftir sýningu hennar frá 2010 þar sem lífsgleðin heillaði alla.

04072012

 

07062012

Helga Lára Haraldsdóttir útskrifaðist 1988 frá City and Guilds of London listaskólanum og 1995 frá Chelsea College of Art and Design í London með BA gráðu í Public Art. Hún lauk meistaraprófi í Art in Architecture frá Háskólanum East London 1999. Helga hefur auk þess lokið kennsluréttindum í listum og hönnun frá Háskólanum í Greenwich, London. Helga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Englandi og sýnt á einkasýningum. Hún rak í nokkur ár listagallerý í London. Helga starfar nú að list sinni, auk þess sem hún hefur sinnt myndlistarkennslu í grunn- og framhaldsskólum.
Í myndlist sinni hefur Helga lagt áherslu á gerð skúlptúra, lágmynda og málverka.

Jórunn er fædd í Reykjavík 1944. Hún er kennari/sérkennari að mennt og starfaði við það um árabil. Síðar tók hún myndmennt sem valgrein frá KHÍ 1991. Árið 1995 fór hún til Englands til náms í listmeðferð (art therapy) við University of Hertfordshire og útskrifaðist þaðan 1997. Síðustu árin starfaði hún að mestu við listmeðferð þar til hún fór á eftirlaun.
Jórunn hefur verið í „frjálsri málun“ við Myndlistaskólann í Reykjavík nokkur undanfarin ár og fengið leiðsögn hjá m.a. Sigtryggi Bjarna Baldvinssyni, Þuríði Sigurðardóttur, Guðjóni Ketilssyni, Bjarna Sigurbjörnssyni, Björgu Þorsteinsdóttur og Sigurði Örlygssyni.

Verkin á sýningunni eru öll máluð s.l. 18 mánuði undir áhrifum frá íslenskum mosa.

Netfang – email:
Sími – telephone: 8499897

Opið á Café Loka
5. apríl Fimmtudagur / Holy Thursday             kl. 11-17
6. apríl Föstudagurinn langi / Good Friday     Closed
7. apríl Laugardagur / Saturday                        kl. 10-18
8. apríl Páskadagur / Easter Sunday              Closed
9. apríl Annar í Páskum / Easter Monday       kl. 11-17

03042012

Guðrún Helga Kristjánsdóttir málar kröftug og litrík olíumálverk þar sem náttúran suður með sjó hefur veitt henni innblástur.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828