Fréttir

Álfheiður Ólafsdóttir

IMG 8103Sýningin ber heitið Línan og er sérstök að því leyti að málverkin hafa tekið miklum breytingum frá fyrri sýningum Álfheiðar.

„Þegar ég fór að vinna fyrir sýninguna þá varð línan fyrir valinu, sem einkenni sýningarinnar.  Unnið út frá línu og spunnið áfram eins og vefari spinnur þráð. Þá hafa málverkin þróast áfram, sjálfsprottin og sjálfstæð.“

Línan er upphaf og endir alls.  Hún getur verið bein, hlykkjótt, farið í hringi og spírala.  Lína er stærðfræðihugtak, eða strik á pappír.  Ættarlína.  Áður en hjartað fer að slá í móðurkviði er hjartsláttur okkar bein lína.  Þegar við endum lífið hér á jörðinni þá verður hjartalínan aftur bein.  Fólk er eins og lína frá hvirfli til ilja. 

Álfheiður Ólafsdóttir lauk prófi í grafískri hönnun frá Myndlista og handíðaskólanum vorið 1990. 

 Álfheiður er alin upp austur í Fljótshlíð.  Að vera alin upp í sveit er gott veganesti fyrir listamann.  Þar sem sterk ítök íslenskrar þjóðtrúar er ríkjandi.  „Ég get ekki komist hjá því að það séu einhverjir álfar og fleiri skemmtilegar verur í málverkunum mínum.  Mér finnst vænt um þegar þær birtast“ 

27052013

Vigdís Viggósdóttir er fædd árið 1960 á Skagaströnd, hún flutti árið 2000 til Grindavíkur ásamt manni sínum Vilhelm þórarinssyni og hefur búið þar síðan, hún er nemandi á öðru ári í Ljósmyndaskólanum, og eru þessar myndir lokaverkefni hennar eftir fyrsta árið, þær eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur með Holgu myndavél, Holga er mjög einföld plastmyndavél, með mjög takmarkaða styllimöguleika, myndefni er allt milli himins og jarðar, en náttúran í öllu sínu veldi er þó í efsta sæti.

02052013

Hans Emil Eriksen frá Danmörku,  fæddur 1946 sýnir á Café Loka til 26.maí 2013 Á sýningunni eru teikningar og vatnslitamyndir frá síðustu 20 árum sem listamaðurinn hefur fengið innblástur af heimsóknum til Íslands.   Óbeisluð náttúran og goðafræðin hafa haft áhrif á myndir mínar og nafnið „Café Loki“ haft áhrif á að myndefni margra teikninga er „Loki bregður sér í gerfi“.   Bestu kveðjur, Hans Emil Eriksen, www.hansemileriksen.dk

Sigríður Jónsdóttir sjúkraliði og frístundamálari sýnir á Café Loka nokkrar vatnslita og akrílmyndir.  Íslensku fjöllin eru henni hugleikin en einnig glímir hún við norðurljósin og eldgosin.  Náttúruleg fyrirbrigði sem heilla alla.

11032013

05022013 2


Í tengslum við Vetrarhátíð bjóðum við upp á sérstakan hátíðardisk;
Magnað myrkur með dumbrauðum hangikjötstartar, kanilsíld sérlöguð hvorutveggja á nýbökuðu rúgbrauði ens og Loki er þekktur fyrir ásamt dökku brakandi salati
Íslenstk skot er gott að njóta með á milli safna eða annarra hátíðarliða.
Hlökkum til að sjá ykkur. Það er opið á Loka alla daga vikunnar til kl. 21.00

05022013

 

21012013

Stefán Stephensen hornleikari, lífskúnstner og íbúi í Þingholtunum sýnir á Café Loka í janúar -febrúar 2013.  Verkin hefur Stefánu unnið í olíu á striga og er allur litaskalinn notaður.  Litríkar sónötur prýða því veggi Loka nú yfir svartasta skammdegið okkur starfsmönnum og viðskiptavinum til uppörvunar.

Opið á Café Loka
22. desember      kl. 9-21
23. desember      kl. 9-18
24. desember      Lokað / Closed
25. desember      Lokað / Closed
26. desember      Lokað / Closed
27. desember      Lokað / Closed
28. desember      kl. 9-21
29. desember      kl. 9-21
30. desember      kl. 9-21
31. desember      kl. 11-16
1. janúar 2013     Lokað / Closed
2. janúar 2013     kl. 9-21

04122012 b

Jólakveðja frá Loka
Ýmsar vættir fara á kreik í kringum jól eins og við þekkjum öll. Jólasveinarnir hafa fengið sína athygli sem og Grýla & Leppalúði. Loki nokkur er af allt öðrum meiði og þar sem hann er ólíkindatól birtist hann um þessar mundir í glæsilegum aðventuplatta á Kaffi Loka þar sem hver munnbiti gælir við bragðlaukana. Loki horfir til liðins tíma og því notast hann að mestu við vel reykt hangikjöt og reykta Mývatnsreyð. Síldin er vel legin í kanil og öðru kryddi sem hefur tíðkast í jólahaldi okkar lengi – sannkölluð jólasíld. Loki bakar sitt rúgbrauð sjálfur og fær það að seyðast allar nætur. Loki er þekktur af sínu fólki fyrir að fara ótroðnar slóðir og bregða sér í allra kvikinda líki, rúgbrauðsísinn er einmitt í anda þess. Síldarplatti Loka er fyrir síldaraðdáendur, þeir eiga eftir að skríkja af ánægju með Svartvínberjasíldina, jólakanilsíldina og okkar frábæru lauk- og kryddsíld sem margir þekkja orðið af reglulegum heimsóknum til okkar. Loks er Loki gefinn fyrir íslenskan jólamjöð og snafsa.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828