Fréttir

Sælt veri fólkið

Við verðum með opið um jól og áramót sem hér segir,

23, desember kl. 9-18

24, desember Lokað

25, desember Lokað

26, desember Lokað

27. desember Lokað

28. desember kl. 9-21

29. desember kl. 11-21

30. desember kl. 9-21

31. desember kl. 11-16

1. janúar 2014 Lokað

2. janúar 2014 kl. 9-21

Auja (Auður Þórhallsdóttir) myndlistarmaður og ljósmyndari sýnir litríkar og skemmtilegar fuglamyndir hjá okkur á Loka í desember 2013.  Fuglarnir eru mannlegir og fjölskrúðugir eins og við mannfólkið, verið velkomin

auja

Á aðventunni bjóðum við uppá aðventuplatta sem er glæsilegur,  

# Hangikjötstartar með piparrótarrjóma á nýbökuðu rúgbrauði,

# Jólakanilsíld sérlöguð með eggjahræru á rúgbrauðinu okkar sem er alltaf bakað allar nætur.

# Skútustaðasilungur í hátíðarbúningi með dillsósu og fersku salati, 

# Hreindýrapaté með rauðlaukssultu, rifsberjasultu og súrsaðri agúrku.

# Rúgbrauðsís með rjóma og rabarbarasírópi

Hver munnbiti mun gæla við bragðlaukana

aðventuplatti Loka 2013

 

Dagbjört Matthíasdóttir og Magnús Hannibal Traustason sýna á Loka í nóvember 2013.

Við erum hjón sem höfum gaman af að mála í frístundum okkar og höfum gert í nokkur ár. Við erum í myndlistahópnum Litagleði og höfum sótt ýmis námskeiðMyndir .05.12 011    Myndir .05.12 014

Svipmyndir
alt Það er gaman að virða fyrir sér umhverfið , ekki síst mannfólkið sem
verður á vegi manns.  Ímynda sér það svo við allskonar aðstæður og
skálda því nýja tilveru.
Þessi sýning er svolítið brot af því sem ég hef verið að mála að undan-
förnu,  fólk ímyndað og raunverulegt sett í þann búning sem mér hentar hverju sinni.
 Halldóra

       Vignir Þór Hallgrímsson sýnir á Café Loka í ágúst. Sýninguna kallar hann Birtustemmningar og samanstendur af olímálverkum, máluðum á striga. Verkin eru unnin árin 2012 og 2013. 

 Verkin eru fjölbreytt en sýna, á ólíkan hátt, birtuna í sinni víðustu mynd. Ljósaskiptin, þokan, nóttin, mistrið og miðnætursólin eru viðfangsefnin. Myndirnar sýna dulúðina og fanga þessa töfrandi birtu sem aðeins verður til í íslenskri náttúru.

Í myndunum sýnir Vignir hvernig náttúran getur verið ofsafengin, nánast miskunarlaus, í litasamsetningum sínum sem ögrar skilningavitunum til hins ítrasta. Á sama tíma er yfir þeim næmni og ró sem skapar hárfína stemmningu.

Allt frá dularfullu þokumistri yfir í bjarta sumarnótt tala myndirnar til innsta kjarnans. Vekja upp minningar. Notalega tilfinningu um að vera á einhvern hátt komin heim.

Vignir Þór Hallgrímsson er Dalvíkingur, fæddur 2. júlí 1955. Vignir málar langmest með olíu og vatnslitum en hann hefur verið að mála síðan 1994. Hann er húsasmiður að mennt en hefur sótt myndlistanámskeið víða. Má þar nefna Myndlistaskóla Akureyrar, Þorra Hrings, Einar Helgason og Guðmund Ármann.
Vignir hefur haldið fjölda sýninga á undanförnum árum meðal annars árið 2009 á Café Loka þar sem hann sýndi vatnslitamyndir.

Á Menningarnótt, 24. ágúst mun Vignir vera á staðnum frá kl. 14-16 og geta gestir spjallað um birtuna, málverkið eða hvaðeina.

 

heimasíða: www.vignir.net

facebook síða: www.facebook.com/vignirhallgrims alt

Álfheiður Ólafsdóttir

IMG 8103Sýningin ber heitið Línan og er sérstök að því leyti að málverkin hafa tekið miklum breytingum frá fyrri sýningum Álfheiðar.

„Þegar ég fór að vinna fyrir sýninguna þá varð línan fyrir valinu, sem einkenni sýningarinnar.  Unnið út frá línu og spunnið áfram eins og vefari spinnur þráð. Þá hafa málverkin þróast áfram, sjálfsprottin og sjálfstæð.“

Línan er upphaf og endir alls.  Hún getur verið bein, hlykkjótt, farið í hringi og spírala.  Lína er stærðfræðihugtak, eða strik á pappír.  Ættarlína.  Áður en hjartað fer að slá í móðurkviði er hjartsláttur okkar bein lína.  Þegar við endum lífið hér á jörðinni þá verður hjartalínan aftur bein.  Fólk er eins og lína frá hvirfli til ilja. 

Álfheiður Ólafsdóttir lauk prófi í grafískri hönnun frá Myndlista og handíðaskólanum vorið 1990. 

 Álfheiður er alin upp austur í Fljótshlíð.  Að vera alin upp í sveit er gott veganesti fyrir listamann.  Þar sem sterk ítök íslenskrar þjóðtrúar er ríkjandi.  „Ég get ekki komist hjá því að það séu einhverjir álfar og fleiri skemmtilegar verur í málverkunum mínum.  Mér finnst vænt um þegar þær birtast“ 

27052013

Vigdís Viggósdóttir er fædd árið 1960 á Skagaströnd, hún flutti árið 2000 til Grindavíkur ásamt manni sínum Vilhelm þórarinssyni og hefur búið þar síðan, hún er nemandi á öðru ári í Ljósmyndaskólanum, og eru þessar myndir lokaverkefni hennar eftir fyrsta árið, þær eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur með Holgu myndavél, Holga er mjög einföld plastmyndavél, með mjög takmarkaða styllimöguleika, myndefni er allt milli himins og jarðar, en náttúran í öllu sínu veldi er þó í efsta sæti.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828