Fréttir

6 ára

 

Café Loki er 6 ára 5. júlí og allir í hátíðarskapi.  Vil viljum þakka ykkur öllum sem hafa heimsótt okkur og talað fallega um okkur í gegnum árin því það er orðspor viðskiptavina sem er svo þakkarvert.  Við höldum áfram glöð og kát á hverjum nýjum degi með nýbakað rúgbrauðið, kjötsúpuna, pönnukökurnar og rúgbrauðsísinn.

Loki Laufeyjarson hefur verið okkur hugleikin hér á Café Loka enda staðsett við Lokastíginn í Goðahverfinu í miðborg Reykjavíkur umlukin Þórsgötu, Óðinsgötu, Baldursgötu, Haðarstíg, Freyjugötu.... allt nöfn ása og vana úr norrænni goðafræði sem Snorri Sturluson skráði á sínum tíma.

Loki var einn ásinn en bæði af ættum ása og jötna sem gerði hann dálítið göróttann.  Hann var bæði slægvitur og hrekkjóttur en jafnframt ráðagóður og kom goðum og fleirum í vandræði en bjargaði þeim út úr þeim aftur.Nú í maí 2014 hafa listamennirnir Siggi Valur og Raffaella málað 12m2 vegg með sögum úr goðafræðinni þar sem Loki kemur við sögu.  Sjón er sögu ríkari en hér eru nokkrar myndir sem sína ferlið sem er búið að vera í undirbúiningi frá  nóvember 2013.

1. maí8.maí13maí21.maí23.maíRaffa 7.maí

 

Starfsfólkið heldur árshátíð í kvöld og því lokum við klukkan 17.00 í dag.

Opnum aftur í fyrramálið kl. 11 með nýbökuðum bollum

kveðja, Starfsfólk Loka

Guðlaugur Arason eða Gulli Ara sýnir á Loka í febrúar 2014.   Álfamyndir, nú er mér öllum lokið á Loka segir Gulli á meðan hann setur upp sýningu á ´´otrúlega skemmtilegum myndverkum þar sem smáatriðin skipta öllu.  Gulli Ara er þekktur sem rithöfundur en nú sýnir hann nýja hlið á sér en er samt svo trúr sínu.  Íslenskir bókaskápar á hug hans allan núna og sýnir hann okkur mismunandi persónuleika í gegnum bókaskápa - myndverk með mörgum litlum bókum, alalr handgerðar og skemmtilegar.  Sjón er sögu ríkari

Gulli Ara

Sælt veri fólkið

Við verðum með opið um jól og áramót sem hér segir,

23, desember kl. 9-18

24, desember Lokað

25, desember Lokað

26, desember Lokað

27. desember Lokað

28. desember kl. 9-21

29. desember kl. 11-21

30. desember kl. 9-21

31. desember kl. 11-16

1. janúar 2014 Lokað

2. janúar 2014 kl. 9-21

Auja (Auður Þórhallsdóttir) myndlistarmaður og ljósmyndari sýnir litríkar og skemmtilegar fuglamyndir hjá okkur á Loka í desember 2013.  Fuglarnir eru mannlegir og fjölskrúðugir eins og við mannfólkið, verið velkomin

auja

Á aðventunni bjóðum við uppá aðventuplatta sem er glæsilegur,  

# Hangikjötstartar með piparrótarrjóma á nýbökuðu rúgbrauði,

# Jólakanilsíld sérlöguð með eggjahræru á rúgbrauðinu okkar sem er alltaf bakað allar nætur.

# Skútustaðasilungur í hátíðarbúningi með dillsósu og fersku salati, 

# Hreindýrapaté með rauðlaukssultu, rifsberjasultu og súrsaðri agúrku.

# Rúgbrauðsís með rjóma og rabarbarasírópi

Hver munnbiti mun gæla við bragðlaukana

aðventuplatti Loka 2013

 

Dagbjört Matthíasdóttir og Magnús Hannibal Traustason sýna á Loka í nóvember 2013.

Við erum hjón sem höfum gaman af að mála í frístundum okkar og höfum gert í nokkur ár. Við erum í myndlistahópnum Litagleði og höfum sótt ýmis námskeiðMyndir .05.12 011    Myndir .05.12 014

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828