Fréttir

Sælt veri fólkið

Við höfum opið sem hér segir um hátíðirnar:

23. des opið 9-18
24. des Lokað
25. des Lokað
26. des Lokað
27. des opið 11-21
28. des opið 11-21
29. des opið 9-21
30. des opið 9-21
31. des opið 9-16
1. janúar Lokað
2. jan opið 11-21

3. jan opið 9-21

4. jan opið 11-21

Gleðilega hátíð 

alt

 

Jólakveðja frá Loka

Ýmsar vættir fara á kreik í kringum jól eins og við þekkjum öll.  Jólasveinarnir hafa fengið sína athygli sem og Grýla & Leppalúði.  Loki nokkur er af allt öðrum meiði og þar sem hann er ólíkindatól birtist hann um þessar mundir í glæsilegum aðventuplatta á Kaffi Loka þar sem hver munnbiti gælir við bragðlaukana.  Loki horfir til liðins tíma og því notast hann að mestu við vel reykt hangikjöt og reykta Mývatnsreyð.  Síldin er vel legin í kanil og öðru kryddi sem hefur tíðkast í jólahaldi okkar lengi – sannkölluð jólasíld.  Loka líkar best við rúgbrauðið og því notar hann það á fjölbreyttan hátt og hefur gaman af að þreyfa sig áfram.  Loki er einmitt þekktur af sínu fólki fyrir að fara ótroðnar slóðir og bregða sér í allra kvikinda líki. Komið og reynið sérstæðan jóladisk Kaffi Loka sem er hvíld frá stöðluðum hlaðborðum.  Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Loki var Laufeyjarson og því heitir nýjasta afurðin, bjórinn okkar Loki Laufeyjarson sem er rafgullið öl með malt og karamellubragði bruggað norður í landi. Jólasnafsinn er líka hægt að fá sér en framleiðandinn hefur kannski verið með aðventuplatta Loka í huga því á flöskunum í stendur:  hentar sérstaklega vel með rúgbrauði, síld og reyktu kjöti.

         

Góðan daginn, við erum mjög glöð með að vera komin með sérmerktan Lokabjór þar sem miðinn er unnin útfrá myndverkinu Loki Laufeyjarson sem prýðir veggi Café Loka.  Sjón er sögu ríkari og ennþá betra að koma og smakka á ísköldum Loka.

Loki bjór

Allt um Loka á Loka - Siggi Valur fjallar um myndverkið Loka Laufeyjarson

Siggi Valur myndlistarmaður hefur nýverið klárað 12 m2 myndverk á Kaffi Loka þar sem sögur af Loka Laufeyjarsyni lifna við.  Verkið lýsir nokkrum atriðum úr norrænni goðafræði  þar sem Loki birtist í ýmsum hlutverkum enda var hann ólíkindatól.  Við bjóðum ykkur að ganga í bæinn og kynnast Loka og um leið hverfinu í kring því sögurnar af Loka tengjast götunum hér í nágrenninu;  Freyjugata, Baldursgata, Haðarstígur, Óðinsgata, Þórsgata og Lokastígur.

Listamaðurinn verður á staðnum kl.14-16 og ræðir við gesti og gangandi 

alt

Við bjóðum uppá Menningarplatta í tilefni dagsins, Sólberjasíld á nýbökuðu rúgbrauði, 

plokkfiskur á rúgbrauði, upprúlluð pönnukaka og Thule fyrir þá sem það vilja

alt

6 ára

 

Café Loki er 6 ára 5. júlí og allir í hátíðarskapi.  Vil viljum þakka ykkur öllum sem hafa heimsótt okkur og talað fallega um okkur í gegnum árin því það er orðspor viðskiptavina sem er svo þakkarvert.  Við höldum áfram glöð og kát á hverjum nýjum degi með nýbakað rúgbrauðið, kjötsúpuna, pönnukökurnar og rúgbrauðsísinn.

Loki Laufeyjarson hefur verið okkur hugleikin hér á Café Loka enda staðsett við Lokastíginn í Goðahverfinu í miðborg Reykjavíkur umlukin Þórsgötu, Óðinsgötu, Baldursgötu, Haðarstíg, Freyjugötu.... allt nöfn ása og vana úr norrænni goðafræði sem Snorri Sturluson skráði á sínum tíma.

Loki var einn ásinn en bæði af ættum ása og jötna sem gerði hann dálítið göróttann.  Hann var bæði slægvitur og hrekkjóttur en jafnframt ráðagóður og kom goðum og fleirum í vandræði en bjargaði þeim út úr þeim aftur.Nú í maí 2014 hafa listamennirnir Siggi Valur og Raffaella málað 12m2 vegg með sögum úr goðafræðinni þar sem Loki kemur við sögu.  Sjón er sögu ríkari en hér eru nokkrar myndir sem sína ferlið sem er búið að vera í undirbúiningi frá  nóvember 2013.

1. maí8.maí13maí21.maí23.maíRaffa 7.maí

 

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828