Forsíða
dagsins

Réttur Dagsins / Today´s special

Réttur dagsins 2016 við erum með einfaldan smekkMæanudagar: Skoða...
matsedil

Matseðill  /  Menu

Drykkir Kaffi uppáhellt með áfyllingu. Skoða...
hallgrimskirkja

Hallgrímskirkja

Við erum bent á móti Hallgrímskirkju. Skoða...
Jólakveðja frá Loka

Ýmsar vættir fara á kreik í kringum jól eins og við þekkjum öll.  Jólasveinarnir hafa fengið sína athygli sem og Grýla & Leppalúði.  Loki nokkur er af allt öðrum meiði og þar sem hann er ólíkindatól birtist hann um þessar mundir í glæsilegum aðventuplatta á Kaffi Loka þar sem hver munnbiti gælir við bragðlaukana.  Loki horfir til liðins tíma og því notast hann að mestu við vel reykt hangikjöt og reykta Mývatnsreyð.  Síldin er vel legin í kanil og öðru kryddi sem hefur tíðkast í jólahaldi okkar lengi – sannkölluð jólasíld.  Loka líkar best við rúgbrauðið og því notar hann það á fjölbreyttan hátt og hefur gaman af að þreyfa sig áfram.  Loki er einmitt þekktur af sínu fólki fyrir að fara ótroðnar slóðir og bregða sér í allra kvikinda líki. Komið og reynið sérstæðan jóladisk Kaffi Loka sem er hvíld frá stöðluðum hlaðborðum.  Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Loki var Laufeyjarson og því heitir nýjasta afurðin, bjórinn okkar Loki Laufeyjarson sem er rafgullið öl með malt og karamellubragði bruggað norður í landi. Jólasnafsinn er líka hægt að fá sér en framleiðandinn hefur kannski verið með aðventuplatta Loka í huga því á flöskunum í stendur:  hentar sérstaklega vel með rúgbrauði, síld og reyktu kjöti.

         

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828